Stefán Þór – alsæll utan þjónustusvæðis
„Að koma inn í helgidóm þar sem þögn, lotning og virðing ríkir í hálfrökkrinu er afar kærkomin hvíld frá öngþveitinu úti í glampandi sólinni,“ segir Stefán Þór Sæmundsson í pistli sem birtist í dag á Akureyri.net.
Stefán Þór skrapp til Rómar í vikunni ásamt syni mínum að berja gítargoðið David Gilmour augum. Í rölti um borgina smeygðu feðgarnir sér í tvígang inn í kirkju eða basiliku og voru þá skyndilega komnir á griðastað utan þjónustusvæðis, eins og hann orðar það.
„Hér var enginn í símanum eða blaðrandi og patandi, engin blikkljós, engin hljóð, ekkert áreiti nema þá fyrir fegurðarstöðvarnar. Þvílík frelsun að setjast niður, horfa upp í hvelfinguna, virða fyrir sér listaverkin, hlusta á þögnina og hvílast. Algjör andstæða við veruleikann þarna úti,“ segir Stefán og er ekki síður með heimahagana í huga en borgina fallegu við Tíber.
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs