Fara í efni
Fréttir

SSNE spyr: Viltu úthluta milljarði?

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hafa undanfarið úthlutað um 200 milljónum króna árlega til verkefna sem talin eru efla samfélagið. Ár hvert hafa íbúar Norðurlands eystra, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til þess að sækja um.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, minnir á þetta í grein sem birtist á Akureyri.net í dag og hvetur í leiðinni íbúa landshlutans til að taka þátt í vinnustofum SSNE og koma þar sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri vegna gerðar nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem unnið er að. Í þeirri vinnu „er lögð áhersla á að setja fram skýr markmið og tilgreina þau verkefni sem ætlað er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Sóknaráætlunin er mikilvæg fyrir alla íbúa Norðurlands eystra og þátttaka almennings í undirbúningi nýrrar sóknaráætlunar því lykilatriði.“

Smellið hér til að lesa grein Albertínu