Fara í efni
Fréttir

Sól og vorblíða í kortunum næstu daga

Svona er ekki leiðinlegt að sjá kortið í byrjun mars. Mynd: skjáskot af vedur.is

Miðað við spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga, er óhætt að áætla að einhverjir muni finna fyrir sól í hjarta. Á morgun og hinn, þriðjudag og miðvikudag, er spáð allt upp í 10 stiga hita og heiðskírum himni. Mörg hafa líka eflaust fundið ákveðnu fargi af sér létt, þar sem farið er að birta af degi um sjöleytið. Það munar um það, að það sé ekki svartamyrkur þegar þarf að rífa sig á fætur.

Hér má skoða sólargang á heimasíðu Veðurstofunnar hverju sinni, en samkvæmt síðunni varð birting á Akureyri kl. 6.59 í morgun.

Heilsum hækkandi sól!