Fara í efni
Menning

Söfn í Eyjafirði opna dyr sumardaginn fyrsta

Nú er mál að fjölmenna á söfnin í Eyjafirði. Eyfirski safnadagurinn verður haldinn 24. apríl. Mynd: listak.is

Eyfirski safnadagurinn verður á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl. Um er að ræða árlegan viðburð, þar sem söfn og listasýningar við Eyjafjörðinn opna dyr sínar og bjóða gestum í heimsókn án aðgangeyris. Samræmdur opnunartími safnanna á Safnadeginum er frá 13.00 – 16.00 en sum eru með opið lengur. 

Söfnin sem opna dyr sínar í ár eru Hælið, Listasafnið á Akureyri, Flugsafnið, Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið, Iðnaðarsafnið, Davíðshús, Smámunasafnið Mótorhjólasafnið, Hús Hákarlajörundar, Síldarminjasafnið og Flóra menningarhús í Sigurhæðum. Eyfirski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan, fyrir utan 2020, þegar heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn. 

Hér má skoða viðburðinn á Facebook.

 

May be a graphic of text that says "24. APRÍL NÁNARI UPPLYSINGAR UM OPNUNARTIMA OG VIĐBURĐI MÁ FINNA Á SAMFÉLAGSMIĐLASİDUM SAFNANNA EYFIRSKI SAFNADAGURINN 2025 fo i f #eyliraki SÖFN & SÝNINGAR VID EYJAFJÖRD FRÍTT Á SÖFNIN SUMARDAGINN FYRSTA ÖLL SÖFN OPIN 13-16 OG SUM LENGUR"