Fara í efni
Fréttir

Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli

Það hefur kyngt niður snjó á Akureyri síðastu daga. Snjóframleiðsla er líka hafin í Hlíðarfjalli Mynd: Facebooksíða Hlíðarfjalls

Talsvert hefur snjóað í Hlíðarfjalli síðustu daga og er snjóframleiðsla þar komin í fullan gang. Stefna starfsmenn Hlíðarfjalls á að framleiða eins mikinn snjó og hægt er meðan frostið er gott.

Þá var nýlega tilkynnt að boðið verður upp á  kvöldopnun í Hlíðarfjallinu alltaf á fimmtudögum í vetur. Unnið hefur verið að endurnýjun og viðbótum á lýsingu á svæðinu og verða lyftur því opnar á fimmtudögum milli kl. 14 og 21.  Eins er forsala hafin á vetrarkortum í fjallið en fram að opnun er hægt að tryggja sér vetrarkort á betra verði. Forsölutilboð fyrir fullorðna er kr 52.000 en fullt verð á vetrarkortum er 67.000 kr. Það er því hægt að spara 15 þúsund krónur á forsölutilboðinu. Vetrarkortin er hægt að kaupa í gegnum heimasíðu Hlíðarfjalls hlidarfjall.is