Fara í efni
Fréttir

Skothríð í fjallinu og opnað verður á föstudag

Mynd af Facebooksíðu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli

Lyftur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli verða ræstar næsta föstudag, 16. desember, og hleypt í brekkurnar klukkan 16.00. Svæðið verður opið til 19.00 þann dag.

Frekar lítið hefur snjóað undanfarið en mikið frost verið í fjallinu síðustu daga og því hægt að framleiða snjó allan sólarhringinn. Útlit er fyrir áframhaldi frost, snjóbyssurnar verða því áfram í gangi og skothríðin úr þeim kemur í góðar þarfir.

  • Forsala vetrarkorta hefur verið framlengd til 5. janúar 2023 að því er segir á Facebook síðu Hlíðarfjalls í dag.
  • Forsöluverð:
    Fullorðnir kr. 46.200 í stað 59.400
    Börn kr. 8.300 í stað 9.800
    Skíðagöngukort fullorðnir kr. 11.880 í stað 15.400
    Skíðagöngukort börn kr. 2.000 í stað 2.500
  • Rétt er að vekja athygli á Lýðheilsukortinu fyrir barnafjölskyldur, öryrkja og eldir borgara. Hér má sjá upplýsingar um það.