Fara í efni
Mannlíf

Skógar heimsins eru mikilvægar vatnsdælur

Skógar heimsins skipta gríðarlega miklu máli í vatnsmiðlun á þurrlendi í heiminum öllum, segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar. „Má í grófum dráttum skipta þessu mikilvægi í tvennt. Annars vegar hvernig tré miðla vatni þegar mikið fellur af því af himnum ofan og hins vegar hvernig skógar á stærri skala hafa áhrif á rakajafnvægi meginlandanna.“

Í pistli dagsins fjallar Sigurður um það síðarnefnda en nefnir það fyrrnefnda reyndar líka.

Sigurður nefnir m.a. að ský geti ekki borið vatn nema í mesta lagi örfá hundruð kílómetra yfir meginlönd. „Því fjær sjó sem komið er þeim mun þurrara er loftslagið að öllu jöfnu. Skýin þurrkast upp þegar vatnið fellur og þar með hverfa þau. Þegar komið er rúmlega 600 kílómetra inn fyrir strendurnar ættu að vera þurrkaeyðimerkur.“ Þannig sé það vissulega sums staðar en „sem betur fer er það ekki allsstaðar þannig. Það er eins og það vanti eitthvað í þessa jöfnu. Ef ekki væri fyrir aðra krafta má ætla að líf á þurrlendi væri aðeins á tiltölulega mjóu belti við strendur heimshafanna.“ Þannig sé það þó ekki.

Smellið hér til að lesa meira