Fara í efni
Mannlíf

Skilgreina þarf betur verkaskiptingu

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir telur að skilgreina þurfi betur verkaskiptingu á milli starfseininga í heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í þriðja pistli hans um heilbrigðiskerfið sem Akureyri.net birtir í aðdraganda alþingiskosninganna.
 
„Þetta er sérstaklega mikilvægt og í raun brýnast hvaða varðar samstarf Landspítalans og heilsugæslunnar,“ segir Ólafur Þór og tekur eitt dæmi: „Hvar á að sinna meðferð og eftirliti sjúklinga með alvarlega og langvinna geðsjúkdóma? Hvar á að fara fram rannsókn á sjúklingum sem grunaðir eru um óvenjulega, flókna eða langvinna líkamlega sjúkdóma? Í dag er þetta óljóst og sjúklingum er vísað á milli eininga,“  skrifar hann og bendir á leiðir til úrbóta.
 
Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs