Fara í efni
Íþróttir

Skíðafélagið safnar fyrir hjólaskíðabretti

Skíðaganga er árstíðarbundin íþrótt, eins og gefur að skilja, en það er ekki þar með sagt að fólk vilji ekki æfa sig líka þegar snjóa leysir. Tækninni fleygir alltaf fram í íþróttaheiminum, og það er hægt að fá svokölluð hjólaskíðabretti, þar sem gönguskíðaæfingar geta átt sér stað allt árið um kring. Skíðagöngudeild SKA hefur hafið söfnun fyrir slíku bretti.
 
„Þetta er mikilvæg bót fyrir æfingaaðstöðu skíðagöngu iðkenda á Akureyri þar sem veður og snjóalög eru oft ekki hvetjandi til mikilla afreka í æfingum, eins og sannast hefur í þessum erfiða vetri okkar núna í ár,“ segir Gísli Einar Árnasson, gönguskíðamaður og einn af forsprökkum söfnunarinnar. „Á svona hjólaskíðabretti er hægt að stjórna æfingum mjög vel vegna þess að þetta er algjörlega óháð öllum ytri aðstæðum - þannig er hægt að stjórna hraða, púls og afköstum með mikilli nákvæmni, auk þess sem þetta nýtist vel til tækniæfinga.“
 
 

Myndir af sölusíðunni, þaðan sem brettið var pantað. Hægt er að nýta brettið á ýmsan hátt.
„Allir helstu skíðagöngukappar heimsins nota svona bretti sem lykil æfingatæki í sínum æfingum,“ segir Gísli Einar. „Nú þegar eru til tvö svona bretti á Íslandi, í Reykjavík og á Ísafirði, og væri þetta þriðja brettið. Það er nú þegar búið að panta brettið frá Noregi og sýnist okkur kostanðurinn vera um 2,2 milljónir hingað komið. Söfnunin hefur farið nokkuð vel af stað en betur má ef duga skal.“
 
Hér er hægt að skoða brettið fína.
 
Auglýsingin frá SKA, þar sem allar upplýsingar um söfnunina er að finna: