Fara í efni
Fréttir

Skátafélagið Klakkur læsir skálanum Gamla

Myndir: Skátafélagið Klakkur

Forráðamenn skátafélagsins Klakks á Akureyri hafa ákveðið að læsa Gamla, skálanum ofan Kjarnaskógar, vegna aukinnar umferðar gesta og slæmrar umgengni í og við húsið.

Gamli, sem hefur verið vinsæll viðkomustaður göngufólks, er nefndur eftir Tryggva Þorsteinssyni, fyrrverandi skólastjóra og skátahöfðingja á Akureyri, sem hafði þetta gælunafn.

Í tilkynningu frá Klakki í dag segir meðal annars:

  • Gamli er útileguskáli ofan Löngukletta. Skálinn var byggður árið 1980 og er í eigu Skátafélagsins Klakks.
  • Skálinn er fyrst og fremst ætlaður rekka- og róverskátum, sem eru skátar á aldrinum 16-25 ára.
  • Skálinn hefur staðið ólæstur frá upphafi, bæði sem ákveðið öryggistæki, og eins svo gestir og gangandi geti skrifað í gestabók skálans.
  • Skátafélagið hefur ákveðið að læsa húsinu, bæði vegna aukinnar umferðar gesta, sem gerir það að verkum að erfitt er að fara í útilegur, þegar gestir koma inn í skálann reglulega til að skrifa í gestabókina, jafnvel um miðja nótt, eins og ein skátasveit lenti í síðast þegar gist var í skálanum, að þau voru vakin tvisvar sömu nótt af fólki sem kom inn til að skrifa í gestabók.
  • Einnig hefur borið á slæmri umgengni í og við húsið, því miður er allt of algengt að rusl sé skilið eftir inni í húsinu, húsbúnaður skemmdur, og jafnvel að gistí skálanum án vitneskju eða samþykkis skátafélagsins.
  • Nú verður skálanum læst, en gestabók sett í kassa utan á húsinu, svo enn sé hægt að kvitta fyrir komu.