Fara í efni
Menning

Skálmöld og Hymnodia trylltu lýðinn – MYNDIR

Myndir: Þorgeir Baldursson

Þar sem Skálmöld er, þar er fjör!

Þungarokkshljómsveitin Skálmöld brást ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri daginn, þegar hún hélt tvenna tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardaginn. Akureyrski kammerkórinn Hymnodia var með rokkurunum að þessu sinni, eins og í Hörpu við Sundin blá síðasta haust þar sem fluttar voru allar sex hljóðversplötur þeirra Skálmöldunga á þremur kvöldum.

Í Hofi var boðið upp á brot af því besta, rjómann af því sem flutt var í Reykjavík, eins og það var orðað í kynningu. Þegar Skálmöld er annars vegar er kraftmikil tónlist sjálfgefin, svo og dýrt kveðnir textar sem fluttir eru á magnþrunginn hátt og ekki dró úr gæðunum að hafa Eyþór Inga Jónsson og hans fólk í Hymnodiu með í för.

Þorgeir Baldursson leit við í Hofi klyfjaður myndavélum og býður hér upp á veislu – stutta og hljóðláta.