Fara í efni
Umræðan

Sjúkraflug með þyrlum

Í þessari viku hefur verið töluverð umræða um stöðu sjúkraflugs með þyrlum. Hlutfall þess flugs hefur verið um 15% af heildarsjúkraflugi í landinu. Mýflug hefur sinnt um 85% af sjúkrafluginu með sínum tveimur flugvélum. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig sjúkraflugið dreifðist um landið árið 2015. ,,Rauðu karlarnir“ sýna hvert þyrlur gæslunnar sóttu sína sjúklinga. Það sem myndin sýnir er hversu slæma eða lélega þjónustu hægt er að veita á austurhluta landsins þegar sjúkraflugi með þyrlum er einungis sinnt frá Reykjavíkurflugvelli.

Fjarlægðirnar eru miklar og veðuraðstæður með þeim hætti að til að sinna sjúkraflutningum á austurhluta landsins með sjúkraþyrlum, í þeim tilfellum þar sem erfitt er að koma sjúkraflugi við, yrði nauðsynlegt að staðsetja hana á svæðinu.

Það er ekki langt síðan að sjöttu þyrluáhöfninni var bætt við hjá Landhelgisgæslunni sem þýðir að það eru tvær áhafnir á vakt um tvo þriðju hluta ársins. Með því að bæta við sjöundu þyrluáhöfninni væru tvær áhafnir til reiðu 95% af árinu. Það er mikilvægt skref sem nauðsynlegt er að stíga til þess að efla björgunargetu þyrluflugsveitar Landhelgisgæslunnar.

Staðsetja ætti þyrlu á Akureyri

Það liggur beint við að benda á dug- og forystuleysi Reykjavíkurborgar í uppbyggingu og framþróun Reykjavíkurflugvallar. Meiru skiptir þó hver sé framtíðarsýn fyrir uppbyggingu aðstöðu Landhelgisgæslunnar.

Lausnin felst í að staðsetja eina þyrluna á Akureyri. Auk þess að vera miðsvæðis á landinu, er augljós tenging við sjúkraflugið í landinu sem er staðsett á Akureyri. Þar geta læknar á Akureyri mannað hluta þyrluáhafnar eins nú er til staðar í tengslum við sjúkraflugið.

Í þessu samhengi er rétt að benda á að í fjölmiðlum hefur komið fram að tveir af fimm þyrluflugstjórum Gæslunnar búa fyrir norðan.

Það er ekki skynsamlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni þegar kemur að eldsvoða, vatnstjónum og öðrum mögulegum skakkaföllum. Að hafa allar þyrlurnar fastar á sama veðurfarsvæðinu er óskynsamlegt. Að hafa þyrlur eingöngu staðsettar í Reykjavík dreifir illa þjónustu, sérstaklega er það afleitt fyrir Norðausturland og Austurland og hafsvæði þar út af.

Ólíkt borgaryfirvöldum, sem hafa staðið gegn allri framþróun Reykjavíkurflugvallar, yrði leyfi til að byggingar flugskýlis auðsótt á Akureyrarflugvelli.

Njáll Trausti Friðbertsson er alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar!

Skúli Bragi Geirdal skrifar
25. nóvember 2024 | kl. 06:00

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15