Mannlíf
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jörðinni
26.02.2025 kl. 13:15

„Við stöndum frammi fyrir sjöttu fjöldaútrýmingu tegunda á jörðinni,“ segir Sigurður Arnarson í nýjasta pistli sínum í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga. Sem fyrr birtir akureyri.net brot úr pistlinum í því skyni að vekja athygli á honum og á vef félagsins.
„Heimurinn er fullur af allskonar lífi. Athafnir okkar manna eru því miður þannig að mikill fjöldi dýra, sveppa og plantna á undir högg að sækja. Það er beinlínis okkur að kenna að margar tegundir ramba á barmi útrýmingar. Það er svo sem ekkert nýtt að tegundir deyi út. Sennilega hafa hið minnsta 99,9% allra tegunda, sem til hafa verið, horfið af jörðinni,“ segir Sigurður.
Pistill dagsins: Næfurhlynur – Tegund í útrýmingarhættu