Fara í efni
Mannlíf

Sjónum beint að ývið ræktuðum á Íslandi

Undanfarin misseri hefur Sigurður Arnarsonar birt eina fimm pistla, í röðinni Tré vikunnar, um hinn stórmerkilega ývið eða Taxus. Nú er komið að sjötta og síðasta pistlinum um þetta tré, að minnsta kosti í bili. Í þetta skipti er sjónum beint að þeim ývið sem ræktaður er á Íslandi.

Taxus er ættkvíslarheiti á hópi trjáa og runna sem á Íslandi eru lágvaxin. Í útlöndum geta þetta orðið allt að 20 metra há tré ef aðstæður henta en hérlendis er vöxturinn mjög hægur og hæstu plöntur varla meira en tveir til þrír metrar á hæð. Nafnið Taxus er komið af gríska nafninu ταξος (taksos) sem talið er vera komið frá fornpersnesku þar sem orðið gat merkt bogi. 

Smellið hér til að lesa pistil dagsins