Fara í efni
Íþróttir

Sjö frá Akureyri taka þátt í Ólympíuhátíð

Sjö keppendur frá Akureyri voru valdir til þátttöku fyrir Íslands hönd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem hófst í gær í Bakuriani í Georgíu og stendur til 16. febrúar, þar af eru sex frá Skíðafélagi Akureyrar og einn frá Skautafélagi Akureyrar, auk eins keppanda frá ÚÍA sem æfir hjá Skíðafélagi Akureyrar.
 
Alls eru það 16 keppendur sem Skíðasamband Íslands valda til þátttöku í hátíðinni. Þar af eru átta í Alpagreinum, sex í skíðagöngu, einn á snjóbretti og einn í listskautun.
 
Keppendurnir sem koma frá SKA og SA eru eftirtaldir:
 
Alpagreinar
Ólafur Kristinn Sveinsson – SKA
Aníta Mist Fjalarsdóttir – SKA
 
Skíðaganga
Stefán Þór Birkisson – SKA 
Róbert Bragi Vestmann Kárason – SKA
Árný Helga Birkisdóttir – SKA
 
Snjóbretti
Jökull Bergmann Kristjánsson – SKA
 
Listskautar
Sædís Heba Guðmundsdóttir SA

 

Þá æfir Eyvindur Warén Halldórsson hjá SKA. Hann er að austan og keppir fyrir hönd ÚÍA, en hefur stundað nám á Akureyri undanfarin tvö ár.