Sjáðu Torfunefið eftir breytingar – MYNDBAND
Framkvæmdir eru nú hafnar fyrir alvöru við endurbyggingu Torfunefsbryggju; hún verður stækkuð til muna og markmiðið er að byggja upp aðlaðandi svæði þar sem að fólk getur komið saman og notið þess að vera í nálægð við hafið, eins og það er orðað á vef Akureyrarbæjar. Bryggjan og nærsvæði hennar mun einnig hýsa ýmiskonar þjónustu, líkt og veitingastaði og verslanir. Í vetur verður hafist handa við að reka niður stálþil og stækka bryggjuna en í framhaldinu mun uppbygging á svæðinu fara fram.
- Frétt Akureyri.net frá því í apríl 2021 um fyrirhugaðar framkvæmdir má sjá hér
- Frétt Akureyri.net frá því í apríl 2022 um sigur Arking/Nordik í hugmyndasamkeppni má sjá hér
Þegar tilkynnt var um úrslit hugmyndasamkeppninnar var m.a. sagt um vinningstillöguna:
„Meginatriði vinningstillögu Arkþing/Nordic felst í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð eru með sjö byggingum, ólíkum að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdraganda að Hofi, en gönguleiðin þangað er endurbætt á áhugaverðan hátt. Þessi nýja byggð myndar fjölbreytta bæjarmynd séð frá Pollinum auk þess sem götumynd Glerárgötu er mótuð m.a. með útrýmum mót vestri. Þjónustuhúsi hafnarinnar er komið fyrir undir settröppum sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyrir tengingu við innirými syðstu húsanna.“
- Hér má sjá myndband sem lýsir í megindráttum hugmyndinni að baki hönnun Arkitektastofunnar Arkþing/Nordik.
- Frétt Akureyri.net í nóvember 2021: Efni frá Austurbrú sturtað í höfnina