Fara í efni
Fréttir

Sigurjón Þórðarson oddviti Flokks fólksins

Sigurjón Þórðarson verður í efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi við alþingiskosningarnar 30. nóvember. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins

RÚV greindi frá því í gærkvöldi að Jakob Frímann Magnússon, alþingismaður og oddviti flokksins í kjördæminu, yrði ekki á listanum. Í yfirlýsingu sagði Jakob síðan að aðskilnaðurinn hafi átt sér aðdraganda „þar sem komi meðal annars við sögu ólík sýn á leikreglur, hreinskiptni og traust“ – sjá hér: Jakob Frímann ekki á lista Flokks fólksins

Sigurjón Þórðarson, sem er sextugur, sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokksinn í Norðvesturkjördæmi frá 2003 til 2007 og síðan sem varaþingmaður um tíma á síðasta ári og fyrr á þessu ár í sama kjördæmi fyrir Flokk fólksins.

Á vef Alþingis segir um Sigurjón:

Fæddur í Reykjavík 29. júní 1964. Foreldrar: Þórður Áskell Magnússon (fæddur 29. desember1922, dáinn 4. maí 1991) og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir (fædd 15. apríl 1929). Börn: Sif (1994), Þórhallur (1995), Sigrún (2004).

Stúdentspróf MR 1985. BS-próf í líffræði HÍ 1990. Framhaldsnám í fráveitu- og vatnshreinsifræðum (Water Pollution Control Technology) í Cranfield á Englandi.

Forfallakennari í Hólabrekkuskóla 1985–1986. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 1992. Stundakennari við HÍ 1992–1994. Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 1993–1994.