Fara í efni
Fréttir

Sigurður Hermannsson – minningar

Útför Sigurðar Hermannssonar, tæknifræðings og fyrrverandi umdæmisstjóra Isavia á Norðurlandi eystra, verður frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudag 7. maí kl. 13.00. Sigurður fæddist á Akureyri 16. ágúst 1945 og lést 28. apríl síðastliðinn.

Foreldrar Sigurðar voru Hermann Vilhjálmsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir. Systkini hans eru Hjörtur, Svala, Stefán og Brynjar.

Eiginkona Sigurðar var Antonía Marsibil Lýðsdóttir. Hún lést árið 2011. Foreldrar Antoníu Marsibilar voru Lýður Bogason og Erla Guðlaug Magnúsdóttir. Sigurður og Antonía giftust árið 1970 og eignuðust tvær dætur, Kristínu skrifstofumann á Akureyri og Erlu Guðlaugu, hjúkrunarfræðing sem búsett er í Stokkhólmi. Maki Erlu er Jakob Yngvason verkfræðingur og eiga tvo syni, Sigurð Yngva og Kristófer Anton.

Sambýliskona Sigurðar síðustu ár er Kolbrún Theodórsdóttir. Börn hennar eru Björgvin, Þóra og Harpa Birgisbörn

Sigurður Hermannsson – lífshlaupið

Eftirtalin skrifa minningargrein um Sigurð á Akureyri.net í dag. Smellið á nöfn höfunda til að lesa grein.

Elín Lýðsdóttir

Sigrún Björk Jakobsdóttir og Hjördís Þórhallsdóttir

Íþróttafélagið Þór

Njáll Trausti Friðbertsson