Fara í efni
Íþróttir

Sigur á meisturunum í fyrsta leik

Hafþór Andri Sigrúnarson skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu í 6-2 sigri SA á SR. Myndin er úr úrslitarimmu þessara liða í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið SA byrjaði íshokkítímabilið vel með 6-2 sigri á Íslandsmeisturum SR í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Hafþór Andri Sigrúnarson skoraði þrjú af mörkum SA.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 1-1, en í öðrum leikhluta var mikið um refsingar og sauð upp úr þegar um fimm mínútur voru eftir. Átökin sem þá urðu enduðu með því að Jonathan Outouma, leikmaður SR, fékk útilokun frá leiknum. Heimamenn nýttu tækifærið þegar þeir voru einum fleiri og skoruðu tvö mörk á rúmri mínútu í lok annars leikhluta. Þeir létu svo kné fylgja kviði í þriðja leikhlutanum og voru komnir með fimm marka forystu þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu inn einu marki og lokatölurnar 6-2.

Úrslit: SA - SR 6-2 (1-1, 2-0, 3-1)

1-0 - Hafþór Andri Sigrúnarson (09:50). Stoðsending: Jóhann Már Leifsson, Andri Már Mikaelsson. (EQ).
1-1 - Kári Arnarsson (14:43). Stoðsending Heiðar Kristveigarson. (EQ).
2-1 - Unnar Rúnarsson (38:12). Stoðsending: Arnar Kristjánsson, Atli Sveinsson. (+1).
3-1 - Hafþór Andri Sigrúnarson (39:20). Stoðsending: Jóhann Már Leifsson. (+1).
4-1 - Unnar Rúnarsson (43:36). Stoðsending: Baltasar Hjálmarsson, Atli Sveinsson. (EQ).
5-1 - Hafþór Andri Sigrúnarson (44:52). Stoðsending: Andri Már Mikaelsson. (EQ).
6-1 - Ormur Jónsson (48:02). Stoðsending: Hafþór Andri Sigrúnarson, Jóhann Már Leifsson. (EQ).
6-2 - Kári Arnarsson (51:44). Stoðsending: Styrmir Maack, Bjarki Jóhannesson. (EQ).

SA
Mörk/stoðsendingar: Hafþór Andri Sigrúnarson 3/1, Unnar Rúnarsson 2/0, Ormur Jónsson 1/0, Jóhann Már Leifsson 0/3, Andri Már Mikaelsson 0/2, Atli Sveinsson 0/2, Baltasar Hjálmarsson 0/1, Arnar Kristjánsson 0/1.
Varin skot: Jakob Jóhannesson 20 (90,81%).
Refsingar: 10 mínútur.

SR
Mörk/stoðsendingar: Kárni Arnarsson 2/0, Heiðar Kristveigarson 0/1, Bjarki Jóhannesson 0/1.
Varin skot: Jóhann Ragnarsson 33 (84,62%).
Refsingar: 33 mínútur.

Leikskýrslan (ihi.is)