Sigmundur: Amma gamla og lonníetturnar
„Í fórum ömmu gömlu í Helgamagrastræti voru litlar lonníettur sem hún laumaði upp á nef sér ef sjóndepran var eitthvað að trufla hana í dagsins önn. En þær voru agnarsmáar, raunar svo fíngerðar að litlum sonarsyni hennar fannst með ólíkindum að hægt væri að sjá eitthvað út um örlítil augnglerin.“
Þannig hefst 21. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Hann heldur áfram: „Og svo var annað mál að alltaf héldust þær á sínum stað, jafnvel þótt sjálfar lonníetturnar ættu bara að heita nefklemma, án nokkurs stuðnings við eyrun eins og vaninn var með venjuleg gleraugu upp úr miðri síðustu öld.“
Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis