Fara í efni
Mannlíf

Sem auðnutittlingur í algjöru tómarúmi

„Þetta þjóðfélag elur á óhamingju þegnanna,“ sagði Aðalsteinn Öfgar við Stefán Þór Sæmundsson vin sinn um síðustu helgi, að því er Stefán Þór greinir frá í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag.

Aðalsteinn Öfgar var orðinn dálítið brúnaþungur. „Maður má ekki vera sáttur við það sem maður hefur, maður á aldrei nóg, líður aldrei nógu vel í eigin skinni, það á alltaf að vera hægt að ginna mann til að kaupa einhverja gervihamingju í formi tækja, námskeiða og bætiefna. Svo fylltust netmiðlarnir af slúðri og öfundardálkum, rassgöt vikunnar, brjóstabínur helgarinnar, sætustu sílikonvarirnar og allt þetta hjóm. Ég var næstum farinn að smitast af þessari áunnu óhamingju en þar sem ég er minnar gæfu smiður ætla ég að halda áfram að skapa mína hamingju sjálfur, þótt vissulega hafi hún verið brokkgeng, eins og þú veist.“

Smellið hér til að lesa pistilinn.