Fara í efni
Fréttir

Sáttmáli um skjátíma og samfélagsmiðla

Fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar hefur verið falið, í samvinnu við hlutaðeigendur, að stýra vinnu við gerð samfélagssáttmála íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna.

Bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, lögðu fram tillögu þessa efnis á síðasta fundi bæjarstjórnar og var hún samþykkt.

„Vinnan felst í því að móta sameiginleg viðmið íbúa og verður auðvitað ekki unnin án þess að fá heimilin í lið með okkur,“ segir Sunna Hlín í grein sem birtist á akureyri.net í dag. „Foreldrar verða að taka sér leiðandi hlutverki, en fræðslu- og lýðheilsusvið bæjarins getur hins vegar skapað umgjörð fyrir samtalið, leitt saman ólíka hópa og kannað hvort við getum ekki sett okkur sameiginlegar leikreglur sem samfélag.“

Sunna Hlín segir: „Samkvæmt tölum frá Fjölmiðlanefndar um netnotkun barna kemur fram að árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Árið 2023 hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Það er virkilega jákvætt að við séum að ná árangri en betur má ef duga skal. Þessar tölur eru sláandi.“

Grein Sunnu Hlínar