Fara í efni
Menning

Samúel sýnir myndverk hjá Gleraugna Pétri

Vinir Samma úr knattspyrnuheiminum voru á meðal gesta við opnun sýningarinnar. Frá vinstri: Kristinn Jakobsson, Jóhannes Atlason, Guðni Kjartansson, Logi Einarsson, ráðherra menningarrmála, Jóhann „Donni“ Jakobsson, og lengst til hægri er sjálfur Gleraugna Pétur, Pétur Christiansen.

Samúel Jóhannsson opnaði á laugardaginn sýningu á myndverkum hjá Gleraugna Pétri á Garðatorgi í Garðabæ. Mögulegt er að skoða sýninguna þegar gleraugnaverslun Péturs Christiansen er opin, alla virka daga frá klukkan 10.00 til 17.00. Glatt var á hjalla á laugardaginn og góðar sögur voru ekki af skornum skammti þegar gamli markmaðurinn og aðrar fótboltahetjur fyrri ára hittust, liðsfélagar og mótherjar.

Gestir á sýningu Samúels hjá Gleraugna Pétri hitta m.a. þennan litfagra náunga.

Samúel Jóhannsson og nafni hans og systursonur, Samúel Ívar Árnason.