Fréttir
Samstöðuganga til stuðnings Palestínu
01.03.2024 kl. 13:13
Samstöðuganga til stuðnings Palestínu verður á Akureyri á morgun, laugardaginn 2. mars. Gangan hefst við Samkomuhúsið; safnast verður saman klukkan 14.00 og gengið af stað 14.15.
Ganga sem þessi verður um öll Norðurlöndin á morgun; allt frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar, Helsinki til Tampere og Osló til Þórshafnar, eins og það er orðað í tilkynningu.
Þar segir:
Við göngum saman niður að Ráðhústorgi þar sem verður sölubás frá félaginu Ísland - Palestína þar sem hægt verður að versla varning til stuðnings Palestínu. Allur ágóði sölunnar fer óskiptur til palestínskra samtaka en félagið styrkir margvíslega starfsemi þar eins og UNRWA.
Nánar á https://palestina.is
Nánar á https://palestina.is
Einnig verður hægt að styrkja söfnun Solaris sem vinnur nú, í kappi við tímann, að því að ná fólki útaf af Gaza sem fengið hefur dvalarleyfi hér á Íslandi. Nánar: https://www.solaris.help/palestina