Mannlíf
Raustin brýnd fyrir brjóstsykur og buff
01.12.2024 kl. 06:00
Það voru mér gífurleg vonbrigði að verða af fyrsta öskudeginum mínum. Eins og ég hafði æft stíft með Gulla og stelpunum en mamma gat ekki vakið mig af værum blundi og fékk ég brjóstsykur og buff í miskabætur þegar Geibbi og Gulli gerðu upp fenginn undir stjórn Simma.
Jóhann Árelíuz heldur áfram að segja frá lífinu á Eyrinni á árum áður; í dag segir beinir hann sjónum að þjóðhátíðardegi Akureyringa eins og öskudagurinn hefur stundum verið nefndur.
Þrem árum síðar stöndum við Jói Hreiðars fremstir og minnstir með yfirvaraskegg niðrá Odda og kringum okkur stelpurnar snurfusaðar með skuplur og sjöl ...
Pistill dagsins: Öskudagurinn