Mannlíf
Rakel spyr: Hvað er fegurð? Bara útlitið?
06.04.2025 kl. 09:30

Fegurð. Hvað er það? Er það bara útlitið? Symmetría andlitsins eða gljástig húðarinnar? Er fegurð kannski mæld í kremdollu? Skiptir þá máli, hvað þú ert búin að smyrja á þig miklu af kremi, eða hvað kremið kostaði mikið?
Er fegurðin blóm sem vex á köldum mel og bíður þess í kvíðakasti að fölna, krumpast og drepast fyrir fullt og allt?
Rakel Hinriksdóttir spyr stórrar spurningar í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag. Spurningar sem hún segir reyndar ekki er hægt að svara, en veltir þó vöngum.
Er fegurð kannski frekar fólgin í hlýjum augum? Reynslu og vitrum orðum? Mjúkum mömmu- eða ömmufaðmi? Samkennd og virðingu fyrir öðru fólki?
Pistill Rakelar: Er hægt að vera falleg eftir fertugt?