Rafrænt gámakort nú í uppfærðu íbúaappi
Smáforrit fyrir íbúa Akureyrarbæjar, eða íbúaapp, hefur verið uppfært. Þar er nú meðal annars komið inn rafrænt gámakort og hægt að greiða fyrir bílastæðasjóð, stöðvunarbrotagjald og óska eftir endurupptöku. Einnig er komin inn virkni sem gefur íbúunum kost á að haka við ákveðna málaflokka og fá tilkynningar í símann.
Smáforritið heitir einfaldlega Akureyrarbær og hægt að nálgast það í Play Store eða App Store í símanum. Í forritinu er meðal annars að finna ábendingagátt þar sem í búarnir geta sent sveitarfélaginu ábendingu um það sem betur má fara.
Rafrænt gámakort sem áður var nefnt kemur svo í stað klippikortanna sem íbúar kannast væntanlega við. Gömlu klippikortin verða þó áfram í gildi fyrir þau sem vilja það frekar. Leiðbeiningar um notkun rafræna gámakortsins - sjá hér.
Ábendingar um virkni appsins má senda í gegnum gáttina í appinu sjálfu eða á vef Akureyrarbæjar.