Fara í efni
Fréttir

Rafræn kynning á Uppbyggingarsjóðnum

Rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra verður haldinn í dag, miðvikudaginn 18. september, kl. 16:15. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki og er frestur til hádegis 16. október að sækja um. 

Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki. Nánari upplýsingar um sjóðinn – sjá hér.

Skráning á rafræna kynningarfundinn  sjá hér.