Fara í efni
Menning

Rafgítar og tölva í Tólf Tóna Kortérinu

Þorsteinn Jakob Klemenzson frumflytur eigið tónverk fyrir rafgítar og teiknandi tölvu í Tólf Tóna Kortéri aprílmánaðar. Mynd: Facebook.

Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni.

Þorsteinn Jakob er ungur tónlistarmaður frá Dalvík, en verkið sem hann flytur í Listasafninu um helgina er rafgítarverk sem hann spinnur, og tölva teiknar upp tónlistina á myndrænan hátt í leiðinni. Þannig verður til einhverskonar samruni mannlegrar sköpunar og tölvustýrðrar óreiðu.

Sóknaráætlun SSNE, Akureyrarbær og Menningarsjóður FÍH styrkja Tólf Tóna Kortérið.

HÉR er hlekkur á viðburðinn á Facebook.