Fara í efni
Menning

Punks of the Empire – myndbandið komið út

Punks of the Empire. Hinrik Þór Einarsson (trommur), Stefán Gunnarsson (bassi), Magni Ásgeirsson (söngur), Hörður Halldórsson (gítar) og Sveinn Ríkharður Jóelsson (gítar).

Nýja myndbandið frá hljómsveitinni Punks of the Empire er komið á YouTube-síðu sveitarinnar. Akureyri.net fjallaði um sveitina fyrr í vikunni í tengslum við samning sveitarinnar við erlent fyrirtæki um útgáfu og dreifingu á plötunni Gehenna. Þar kom fram að nýtt myndband við lagið Rage væri væntanlegt og nú er það komið út. 

Kristján Kristjánsson hjá Kraumar leikstýrði myndbandinu og klippti, en þeir Hörður fengu hugmynd að myndbandi við lagið Rage og fengu aðgang að yfirgefnu húsi þar sem þeir settu upp eldvélar og reyk, fengu Örnu Sif Þorgeirsdóttur og Þorstein Gíslason í lið með sér til að dansa og leika í myndbandinu. Guðrún Huld Gunnarsdóttir sá um danshönnun og leikstýrði dönsurum afar vel að sögn Harðar.