Fara í efni
Mannlíf

Prestar og kirkjur á fyrsta farrými

Vera má að ég hafi ekki verið nægilega mikið á geistlegu nótunum í pistlum mínum á þessum vettvangi til þessa. Úr því verður bætt í dag, hér verða prestar og kirkjur á fyrsta farrými.

Þannig hefst Orrablót dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri.

Nokkrir þjóðkunnir prestar koma við sögu; Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup yfir Íslands, Birgir Snæbjörnsson, Pálmi Matthíasson, Pétur Þórarinsson, Þórhallur Höskuldsson og Gunnlaugur Garðarsson svo nokkri séu nefndir.

Orri Páll fer á kostum að vanda, sögurnar vaxa nánast á trjánum þegar hann er annars vegar. Orri segir meðal annars:

Fyrir nokkrum árum kom ég norður til að taka viðtal fyrir Moggann við merkilegan mann, Hallgrím Jónsson flugstjóra, Mona. Þá rifjaði hann meðal annars upp eftirminnilegt Grímseyjarflug þar sem séra Pétur var honum við hlið í lítilli rellu.

„Það var bandvitlaust veður og ég í hálfgerðu basli og missti út úr mér: Djöfullinn sjálfur! Ég er að missa flugbrautina út af snjókomu!" sagði Moni. Þá svaraði séra Pétur með sinni alkunnu hægð: „Heldurðu að það sé mikil hjálp í honum?!“