Pistill Hrundar í dag: Takk elsku kennari!
Hver var uppáhalds kennarinn þinn? Var það hlýja ömmulega kennslukonan með mjúku röddina eða sú virðulega og vel klædda með móðurlega augnaráðið? Var það brosmildi karlkennarinn sem sló á létta strengi og las áfram þó að nestistíminn var búinn eða töffarinn sem vissi allt og þú ímyndaðir þér að hefði upplifað ótrúlegustu ævintýri?
Þannig hefst 8. pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar og fyrrverandi skólastjóra sem hún skrifar fyrir Akureyri.net um mennskuna.
Pistil dagsins kallar Hrund Takk elsku kennari þar sem hún segir meðal annars:
Það er gaman að vera kennari þó svo að það sé erfitt, ábyrgðarfullt, krefjandi, lýjandi, stressandi og slítandi. Þrátt fyrir allt þetta álag er þetta samt að mínu mati eitt skemmtilegasta starf í heimi og það er kominn tími til að starfið sé metið að verðleikum.
Smellið hér til að lesa pistil Hrundar