Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði opin fyrir umferð á ný

Rútan utanvegar í Öxnadal undir kvöld í gær. Mynd: Þorgeir Baldursson

Vegurinn um Öxnadal og Öxnadalsheiði var opnaður undir morgun fyrir bílaumferð á ný. Honum var lokað síðdegis í gær eftir að rúta með rúmlega 20 erlenda ferðamenn valt út af veginum og nokkrir farþegar slösuðust alvarlega.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vart hafi orðið við bikblæðingar á Öxnadalsheiði, Eyjafirði og á Þverárfjallsvegi. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát.