Fréttir
Óvenju margir hvalir í kringum Grímsey
10.08.2024 kl. 06:00
Hnúfubakur við Grímsey. Myndir: Anne-Lise Stangenes.
Grímseytingar hafa upplifað óvenjulega aukningu á umferð og viðveru hvala við eyna upp á síðkastið. Á Facebook-síðunni Visit Grímsey er sagt frá því að vöður með allt að 60 hvölum hafi sést í kringum eyna.
Þessi hvalabyljga er talin eiga rætur í hagstæðum fæðuskilyrðum á hafinu í kringum Grímsey. Hvalirnir hafa komið óvenju nálægt landi og þannig boðið upp á einstök tækifæri fyrir ljósmyndara að ná hrífandi myndum úr landi.
Með þessum pistli á Visit Grímsey voru birtar myndir af hnúfubökum sem Anne-Lise Stangenes tók úr Grímsey.