Fara í efni
Menning

Óveður og kvefsótt í sumarbyrjun 1866

Í dag birtist 26. grein Unu Haraldsdóttur um dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 - 1869), föður rithöfundarins Nonna. Minjasafnið á Akureyri fékk sl. sumar styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka dagbækur Sveins og Akureyri.net hefur miðlað rannsókninni með því að birta dagbókarfærslur reglulega síðan. Una velur kafla og gengur frá til birtingar.

Gefum Unu orðið:
_ _ _

„Logn og blíðviðri, farið að koma sunnan far í loptið. Eg klæddist litla stund. Finsen vitjaði mín og líka heimsóktu mig Pétur Möller og Friðfinnur gullsmiður en ekki aðrir. Hér í húsi var eingin gleði á ferðum nema hvað bornin vóru að gefa hvort öðru og móður sinni eitthvort glingur í sumargjafir. Eg var að öðru leyti eins og dauður fyrir heiminn og heimurinn dauður fyrir mig. Annað fólk hér í bænum skemti sér með ymsu móti, en slíkt náði ekki til míns eymda heimkynnis.“

Þessi dagbókarfærsla birtist í síðustu grein og er frá sumardeginum fyrsta árið 1866. Sveinn var ansi langt niðri þegar þetta var skrifað og líkt og sést í grein dagsins virðist skap hans ekki hafa batnað með hækkandi sól. Það var þó ekki af ástæðulausu enda einkenndi norðan óveður og kvefsótt vikurnar frá hvítasunnu og út júní. Árið 1866 var Sveinn 45 ára og bjó með Sigríði, fjórum börnum þeirra og vinnufólki í Nonnahúsi.

20. maí - Hvítasunna

Sunnan þéttings gola, svo ísin fór að reka út fjörðinn og varð pollurinn hér loksins auður. Eg var á flakki mikið af degi með betra móti. Ekki messað. Hér komu nokkrir og fundu mig sem ekki höfðu komið lengi. Lítið tók af snjó og er jörð alhvít.

21. maí - Annar í hvítas.

Logn, en sunnan far í lopti og þýða. Eg klæddist og var á ferli um daginn. Jón Stephansson heimsokti mig nykomin heim úr veru sinni í Hrísey. Eg uppgötvaði að Daníelsen væri vikin eigi alllítið frá ákvörðuninni með kirkjubygginguna í vissum atriðum. Ekki messað.

22. maí

Norðan kulda andvari með þoku í lopti. Isin er nú sagður kominn út ur fjarðarkjaptinum og eiga menn von á að skipin komist inn. Eg var með bezta móti skrifaði fyrir mig og gekk suður í smiðju Fr. Reinholts. Fékk 5 hesta af svörð frá Jóni nokkrum Sigurðssyni hér í bænum, Hildur reið útí Hlíð að útvega mér kú til kaups sem eg þarf að láta í Kúgildi á Moðruvöllum, Veiga situr hér. Seint um kvöldið náðu skipin sem setið hafa í ísnum í fjarðarkjaptinum hér inn á höfnina,

Eg skrifaði

BT Danielsen útaf afbrigðum hans við kirkjubygginguna m fl.

2. BT Guðm. Halldorssonar og

BT Jóns á Þrastarhóli.

23. maí

Norðan þoku fúlviðri og bleytu fjúk. Eg var lasin mjög og lá að mestu. Eggert Gunnarsson bað mig að semja umboðsreikning sinn og að svara Antegnelser sem eg hann er ráðalaus með. Pall Magnusson reið mín vegna út að Möðruvöllum til að controllera kirkjubyggingu Daníelsens, m.m.

24. maí - Hildur fór alfarin

Logn og gott veður. Eg var á flakki mestallan dag skrifaði smávegis var þó mjög máttvana, Páll Magnusson kom utanað frá Daníelsen sagði ferðasögu sína og viðureign við Daníelsen.

25. maí

Norðan bleytu hríð og þoka. Eg var á róli skrifaði BT Amtmanns og fl. gerði að skrá fyrir einum dyrum. Amtmaður heimsókti mig fyrst eptir langan tíma. Fólk og börn Friðbjörns fra Fornhaga kom hér á flutningsleið fram í Kropp.

26. maí

Norðan bleytu fjúk og dymmt lopt, alhvítt orðið af snjó. Er nú ekki annað að sjá enn að kyr og ær muni horfalla hjá mörgum sem lengi hafa verið strálausir og er mikið umkvörtunarkvein um þetta. Eldstu menn þykjast aldrei hafa lifað þvílíka ótíð; er nú Eyafjörður aptur orðinn fullur með hafís og belti komið inn að Leyru. Eg var á ferli allan dag conciperaði umboðsreikning Eggerts og svar hans uppá Antegnelser, Hér komu margir Sra Þórður, P. Magnússon, og miklu fleyri að finna mig. BT Danielsens viðvíkjandi kirkjubyggingunni.

27. maí - Trínitatis

Norðan kulda gola. Eg var lasin vegna kulda gat litið komið út. Messað. Kjarna feðgar öldungis strálausir og fengu seinast hjá mér 1 tunnu í jórturtuggu handa kúm.

Guðmundur Halldórsson kom alfarin til mín í vistina, með 8rdl. í smíðalaun sín frá skildaga og hingað til.

28. maí

Norðan kulda næðingur með miklum næturfrostum. Eg var á flakki og með skárra móti. Guðmundur flutti í garð minn m.fl. Sigurveig Jóhannsdottir sem hér hefir beðið, vistaði sig nú á Barká og fór út þangað með húsbónda sínum.

29. maí

Norðan kulda gola og sólskin. Eg var á flakki með bezta móti málaði borðstokka á byttu minni og skrifaði ýmislegt. Guðmundur negldi spírur í kringum allan garð minn. Amtmaður heimsókti mig a hesti, kvaðst nú fara til Norvegs bað mig fyrir margt, og ýmsar sakir. Eg sendi expres norður í Sauðanes með bréf til prófasts H. Björnssonar til að biðja um veð 20h í fasteign fyrir umboðstekjum. BT Þórarins broður míns. BT P. Magnússonar BF honum aptur um veiki konu hans sem nú liggur og fleyra.

30. maí

Sunnan gola og sólskin en þó svalt, Eg gekk í fyrsta sinni út til amtmanns sat þar lengi kom við hjá Havsteen og Finsen var með friskasta moti. Guðm. byrjaði að stinga upp garð m.

31. maí - 1. Fardagur

Hafgola heldur köld og sólskin. Guðm. reið útí Hlíð að utvega mer kú keypta til að skila amtmanni í kugildi fekk hana fyrir 34rd. Eg málaði það sem eptir var á byttu minni og skrifaði inn köllunarseðla viðvíkjandi húsaleigu fyrir barnaskóla m.fl. var lasin um kvöldið BT Pals á Kjarna og BF honum. Amtm. reið hingað og heimsókti mig talaði litið eitt um viðskipti okkar og leist mér ekki á þá bliku. Nú er ísin rekin úteptir firði nokkuð.

Finsen dró jaxl úr k.m. og brotnaði um leið stykki úr kjálkanum varð hún mjög lasin á eptir og bólgnaði kinnin ofaná háls.

Juníus eða nóttleysumánuðr 1866

1. júní

Suðvestan vindur, en norðvestan far í lopti. Eg var nokkuð á ferli að revidera reikninga fyrir amtið. Guðmundur flutti mykju í garð minn á lánshesti frá Kjarna. K.m. var lasin.

2. júní

Sunnan gola, Eg lauk við að revidera reikninga fyrir amtm. Guðmundur stakk upp garð. og tók til smávegis. Fyrir vesöld og deyfð verður ekki skrifað í bókina.

3. júní

Ekki messað. Eg mjög lasin.

4. júní

Byrjað að setja niður kartoplur neðst í garðin. (Jóhanna og Elisabeth.) Guðmundur stakk upp Guðbjörg hrífaði hroðalega.

5. júní

Guðmundur var við ýmislegt því ekki varð átt við garðinn fyrir norðan óveðri, Eg var aumur lá að mestu.

6. júní

Sra Pall kom hingað fyrst með kvefsóttina lagðist hjá Sæmundsen.

7.–9. júní

Menn fóru að leggjast í kvefsóttinni um allan kaupstaðinn dag eptir dag. Eg var með skárra móti þessa daga og fannst eg vera í apturbata af mínum þunga sjúkdómi.

10. júní

Ekki messað. Eg var nokkuð lasin, held mér við alltaf með Morphínpillum og Laudanum í stórum skomtum, máske mér til skaða.

11. júní

Sett niður í garð minn upp í gegn þó ekki í hann allan. fengnar 2 stúlkur. Kvefsottin byrjaði hér í húsi og tók alla geist nema börnin.

12.–14. júní

Þessa daga lágu allir hjá mér rumfastir í kvefsóttinni og eg þyngst, Björg litla skreið á ferli og bjó til kaffe og næringu handa hinum veiku.

15. júní

Fólk mitt for að rakna við og Guðm. Halldórsson fór útí Möðruvelli til að vera við aðgjörð múrhússins fyrir 7m á dag.

16. júní

Eg lá mjög veikur. I dag réri Friðrik á Bakka að landi dauðan Hval, fertugann.

17. júní

Messað hér. Eg lá rúmfastur fékk BF Sra Þorði tilkynningu um hvalrekann. Amtmaður gaf mér Ordrer.

 

Búið að rífa færslur 18.–19. júní og fyrstu línu þann 20. júní

[20. júní]

Eg lá mjög þungt, mikið ferðalag á hvalfjöruna og hafði eg litla sinnu á því. Sendi samt bát Steinckes með 4 menn eptir hval.

21. júní - Sólstöður lengstur dagur

Páll Johnsen sigldi hér á höfn. Bátur minn kom með hvalin (sjá Reiknings og Noticebók m) Mér fór ögn að létta.

22. júní

Páll Magnusson kom þreyttur og hrakin af hvalfjörunni, hafði staðið sig mæta vel. Eg skárri. Pall afhenti mér 60rd af hvalverðinu.

23. júní

Eg klæddist og komst á ról. Amtmaður barðist mikið fyrir því að eg fengi einungis 2 vættir af hval, en eg fekk þó 10 vættir. Nú er soðin hvalur hvern dag.

Búið að rífa færslur 24.–25. júní

26. júní

H. Clausen Speculant sigldi hér á höfn. Þessa daga er soðin hvalur og hyrtur hjá mér, og verð eg vegna eldiviðarleysis að kaupa Juffertur til eldiviðar.

27.–28. júní

Sunnan stormur. Eg var mjög vesæll og aflaus þessa daga. Svarta kýr mín bar.

29. júní

Hingað kom lítil skúta frá Norvegi hlaðin með kol.

30. júní

Logn og veður bærilegt. Clausen byrjaði að verzla. Eg fór til hans og keypti

1 Td hrísgrjón

32ʉ kaffe

34ʉ sikur

26 álnir lerept

2 fílabeinskamba

Björg á Lóni er hér með barn sitt.

 

Orðskýringar

Rd: ríkisdalur

Rbd: ríkisbankadalur

M: mark

S: skildingur

1 ríkisdalur (ríkisbankadalur) = 6 mörk = 96 skildingar

BF: bréf frá

BT: bréf til

K.m.: kona mín

Td: tønde (tunna)