Mannlíf
Óskiljanlegur ótti miðaldra manna
28.02.2023 kl. 06:05
„Það sem margir miðaldra menn óttast mest eru hugrakkar ungar stúlkur og konur sem þora að standa á skoðun sinni og berjast fyrir henni.“
Þannig kemst pistlahöfundurinn Jón Óðinn Waage að orði á Akureyri.net í dag, og heldur áfram:
„Dæmi um þetta er hin sænska Greta Thunberg, hin pakistanska Malala og á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir. Þökk sé öllu því unga fólki sem ég umgengst þá er ég sérstakur aðdáandi ungs fólks sem þorir að benda á villur minnar kynslóðar og þar er svo sannarlega af nógu að taka.“
Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.