Mannlíf
Orri Páll – Þræll þeirra Dufgussona?
26.07.2024 kl. 11:30
Orri Páll Ormarsson ólst upp með Sturlungum, ekki þó þeim sem riðu þungvopnaðir um héröð á 13. öld, heldur frændum þeirra sem fæddust á þeirri tuttugustu. Þeir eru jafnframt frændur Orra Páls. Frá þeim og fleirum segir í nýjasta pistli í röðinni Orrablót, sem birtist á Akureyri.net í morgun.
„Forsaga málsins er sú að afi minn, Snæbjörn Sigurðsson, ættaður frá Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, tók ungur ástfóstri við Sturlunga sögu; las hana upp til agna og þegar honum gafst tækifæri til að kaupa höfuðbólið Grund í Eyjafirði um miðja síðustu öld, þar sem Sighvatur, sonur Hvamm-Sturlu, bjó um árabil, þurfti hann ekki að láta segja sér það tvisvar,“ segir Orri Páll.
Smellið hér til að lesa pistil dagsins.