Orri Páll: Hrossakjöt í þriðja hvert mál
Margir koma við sögu í Orrablóti dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, fer á kostum eins og jafnan áður. Orrablót, pistlar hans fyrir Akureyri.net, birtast annan hvern föstudag.
„Þegar ég hóf nám við Þelamerkurskóla haustið 1980 réðu sómahjónin Sæmundur Bjarnason og Guðrún Jónsdóttir þar ríkjum. Hann var skólastjóri og hafði verið lengi og hún kenndi yngstu börnunum af alúð og almennum elskulegheitum,“ segir Orri Páll í upphafi pistilsins.
Þelamerkurskóli er sem sagt í brennidepli að þessu sinni, úrvalsstarfsfólkið sem þar var og samnemendur okkar manns.
Orri Páll segir meðal annars: „Sæmundur var úrræðagóður. Hann var í hestum og um haustið felldi hann bikkju eða tvær, sem höfðu séð betri daga, og fyrir vikið var hrossakjöt í matinn alla vega þriðja hvern dag í skólanum fram á vorið. Bæði í hádeginu fyrir alla nemendur og á kvöldin fyrir elstu þrjá bekkina sem voru á heimavist. Sjálfur var ég aldrei á vistinni og naut því aðeins meiri fjölbreytni í fæðuvali.“
Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls