Mannlíf
Orrablót: „Hvað er þetta budduský?“
15.11.2024 kl. 10:45
Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer á kostum að vanda þegar hann lætur hugann reika til fortíðar í Orrablóti dagsins. Pistlar hans fyrir Akureyri.net birtast annan hvern föstudag.
Fjöldi fólks kemur við sögu í dag eins og svo oft áður, bæði lífs og liðið.
„Vídjóið er ein merkasta uppfinning 20. aldarinnar – og voru þær þó margar merkilegar,“ segir hann. „Það þýddi að maður var ekki lengur bundinn á klafa línulegrar dagskrár Ríkissjónvarpsins (öðrum stöðvum var ekki til að dreifa á þessum tíma) heldur gat gerst sinn eigin dagskrárstjóri, sumsé horft á hvað sem var og þegar manni sýndist.“
Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls