Fara í efni
Mannlíf

Orrablót: Aðgát skal höfð í nærveru „vísa“

Orri Páll Ormarsson lætur hugann reika til námsáranna í Menntaskólanum á Akureyri í Orrablóti dagsins. Þar bregður fyrir eftirminnilegum kennurum sem margir gamlir MA-ingar kannast við og sumir stökkva ljóslifandi fram í hugskotið.

Einn kennaranna, Stefán Þorláksson, „var eins og persóna úr Dickensævintýri. Númeri of stór fyrir lífið, að því er virtist. Og ástríðan var eftir því,“ skrifar Orri meðal annars, og segir fræga (þjóð)sögu „af því þegar Stebbi á að hafa komið á kassann í kjörbúð, skömmu eftir að greiðslukort voru tekin í notkun, og spurt afgreiðandann hvort vísa dygði. Það hélt hann nú. Stebbi á þá að hafa bunað úr sér eins og einni ferskeytlu, gripið vörurnar og yfirgefið samkvæmið. Afgreiðandinn sat víst eftir og starði inn í tómið.“

Orri Páll er blaðamaður á Morgunblaðinu. Pistlar hans fyrir Akureyri.net birtast annan hvern föstudag.

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls