Menning
Örn og Finnur endurgera verk Margeirs Dire
28.06.2021 kl. 14:56
Örn Tönsberg, til vinstri, og Finnur Reyr Fjölnisson við listaverkið.
Listamaðurinn Örn Tönsberg og Finnur Reyr Fjölnisson málarameistari ætla að endurgera verk Margeirs Dire Sigurðssonar í Listagilinu á Akureyrarvöku í lok ágúst. Verkið spreyjaði Margeir heitinn á Akureyrarvöku árið 2014, á austurgafl Kaupvangsstrætis 6, þar sem veitingastaðurinn Rub 23 er til húsa.
Verkið hefur mjög látið á sjá eins og Akureyri.net fjallaði um fyrr á árinu og hugmynd kviknaði um að lagfæra það. Stjórn Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál á Akureyri, samþykkti að styðja verkefnið og nú er ljóst að það verður að veruleika.
Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net í mars um listaverkið.