Fara í efni
Menning

Örn og Finnur endurgera verk Margeirs Dire

Örn Tönsberg, til vinstri, og Finnur Reyr Fjölnisson við listaverkið.

Listamaðurinn Örn Tönsberg og Finnur Reyr Fjölnisson málarameistari ætla að endurgera verk Margeirs Dire Sigurðssonar í Listagilinu á Akureyrarvöku í lok ágúst. Verkið spreyjaði Margeir heitinn á Akureyrarvöku árið 2014, á austurgafl Kaupvangsstrætis 6, þar sem veitingastaðurinn Rub 23 er til húsa.

Verkið hefur mjög látið á sjá eins og Akureyri.net fjallaði um fyrr á árinu og hugmynd kviknaði um að lagfæra það. Stjórn Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál á Akureyri, samþykkti að styðja verkefnið og nú er ljóst að það verður að veruleika.

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net í mars um listaverkið.