Fara í efni
Fréttir

Opna verslun Bónus á nýjan leik í dag

Verslun Bónus við Kjarnagötu í Naustahverfi á Akureyri verður opnuð á ný í dag, laugardag, kl. 10.00. Hún hefur verið lokuð í rúmlega hálfan mánuð vegna breytinga.

Aðalmálið var að skipta átti um kæla: gamla kælikerfinu átti að skipta út fyrir annað nýrra og vistvænna, að sögn Björgvins Víkingssonar. fram­kvæmda­stjóri Bón­us. 

Mörgum er örugglega enn í fersku minni þegar allar vörur í versluninni voru boðnar til sölu með 30% afslátti 18. mars og þá var troðfullt út úr dyrum frá því opnað var og langt fram eftir degi. „Þetta var algjör sprengja,“ sagði Björg­vin Vík­ings­son, við Akureyri þann dag.

Frétt Akureyri.net 18. mars: Örtröð í Bónus – „Algjör sprengja“