Opið hús vegna 40 ára afmælis Hlíðarskóla
40 ára afmæli Hlíðarskóla er fagnað um þessar mundir og af því tilefni verður opið hús í skólanum á morgun, fimmtudaginn 29. september, frá klukkan 14.00 til 15.00. Hlíðarskóli er í Skjaldarvík skammt norðan Akureyrar.
Allir eru velkomnir í opna húsið. Þar „gefst einstakt tækifæri til að skoða aðstöðuna í skólanum og kynnast starfseminni. Foreldrar barna á grunnskólaaldri eru sérstaklega boðnir velkomnir sem og fólk sem starfar með börnum og ungmennum í sveitarfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ.
„Hlíðarskóli er innan grunnskólakerfis Akureyrarbæjar og er ætlaður nemendum með hegðunar- og aðlögunarvanda, félags- og tilfinningaleg vandamál og er einnig til stuðnings fyrir fjölskyldur þeirra. Skólinn er tímabundið úrræði sem tekur við þegar reynt hefur verið til þrautar að mæta þörfum nemandans í heimaskóla.“
Boðið verður upp á léttar veitingar.