Fara í efni
Fréttir

Opið hús í nýju húsnæði Grófarinnar í dag

Mynd sem var tekin nýverið í Grófinni, þar sem Pálína Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri tók við styrk frá Michael Jóni Clarke og Hljómsveit Akureyrar. Mynd: Facebook síða Grófarinnar
Grófin hefur fengið nýtt húsnæði í Hafnarstræti 97, á 6. hæð og býður gestum að koma í heimsókn í dag á milli kl. 15.00 og 17.00. Í tilkynningu á Facebook síðu félagsins kemur fram að öll séu velkomin, kaffi og kleinur í boði.
 
Það er bæði hægt að taka lyftuna í Krónunni upp á 6. hæð eða fara inn á 5. hæð frá Gilsbakkavegi og taka lyftuna upp á næstu hæð. 
 

Auglýsingin á Facebook síðunni, HÉR er tengill á viðburðinn.