Fréttir
Óljóst hvað kemur í húsnæði fornbókabúðar
25.10.2024 kl. 06:00
Neðri hæðin á Kaupvangsstræti 19 er á besta stað í Listagilinu. Þar var áður fornbókabúð til húsa en nú stendur húsnæðið tómt. Viðhaldsframkvæmdir eru að hefjast á húsnæðinu.
Kaupvangsstræti 19, sem áður hýsti fornbókaverslunina Fróða, stendur nú tómt. Samkvæmt upplýsingum frá Kötlu Þorsteinsdóttur, sem er nýr eigandi húsnæðisins, eru tímafrekar viðhaldsframkvæmdir að hefjast á húsinu, en ekki er gefið upp að svo stöddu undir hvers konar starfsemi húsnæðið, sem er um 130 fm að stærð, verður nýtt.
Fornbókaverslun opnar á laugardag
Eins og Akureyri.net hefur áður greint frá lokaði Fróði fornbókaverslun þann 20. september. Fornbókasalarnir bresku þeir Ren og Stu opna hins vegar nýja fornbókabúð í miðbæ Akureyrar undir nafninu Svartar bækur á morgun, laugardaginn 26. október, og bjóða viðskiptavini velkomna að Strandgötu 11 b.