Fara í efni
Fréttir

Ólíklegt að opnað verði fyrir áramót

„Áfram bíðum við eftir að veðurguðirnir hendi sér í vetrargírinn, það kom smá snjór í gær en svo mætti [suðvestan] rokið í morgun og hrifsaði það að mestu af okkur.“

Þannig hefst færsla á samfélagsmiðlum skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í dag. 

„Við erum að ýta til framleidda snjónum okkar og reyna að smyrja hann í brekkurnar á neðra svæðinu eins og hægt er. Stefnan var að byrja að framleiða aftur í gær en veðrið frestar því líklega til sunnudags eins og staðan er núna. Enn vantar talsverðan snjó til að hægt sé að opna og það verður að teljast ólíklegt úr þessu að það náist fyrir áramót,“ segir í færslunni. Meðfylgjandi mynd er tekin í dag og birtist á miðlum skíðasvæðisins.

„Við höldum áfram að undirbúa opnun eins mikið og við getum en eins og áður hefur komið fram þá þarf veðrið að spila með okkur svo það sé gerlegt. Vonandi fer þetta að snúast okkur í hag og við komumst öll í fjallið sem fyrst“