Fréttir
Ók út af í Grímsey – ekki alvarlega slasaður
16.10.2022 kl. 14:22
Ljósmynd: Auðunn Níelsson
Maður sem ók út af vegi nærri höfninni í Grímsey í gærkvöld, með þeim afleiðingum að bíllinn endaði ofan í grýttri fjörunni, er ekki alvarlega slasaður. Þetta kemur í frétt RÚV.
Vonskuveður var þegar slysið varð, mikill vindur og ofankoma. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að sjúkraflugvél Mýflugs hafi orðið frá að hverfa vegna veðurs en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Grímsey um klukkan hálf tvö í nótt og var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um slysið um stundarfjórðungi fyrir klukkan tíu. Maðurinn var einn í bílnum.