Fara í efni
Mannlíf

Nýmóðins – Að tolla í tísku eða tapa áttum

Eitt það hugtaka sem fór að heyrast æ oftar í eyrum manns þegar leið að lokum sjöunda áratugarins – og sá áttundi var að nálgast, var orðaleppurinn nýmóðins. Hann merkti öðru fremur að eyfirskir húsráðendur tækju mark á þeirri frumlegu fjölbreytni sem var farið að gæta í vöruvali á gardínum, gólfefnum og allra handa mublum sem þóttu vera framúrstefnulega hannaðar og settar saman.

Þannig hefst 61. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Þetta var sumsé spurning um að tolla í tískunni, ellegar að tapa áttum í aðvífandi og óttafullum nútímanum.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis