Fréttir
Netöryggi: Hverjum getum við treyst?
11.02.2025 kl. 20:00
![](/static/news/lg/1739306999_skuli-bragi-nota.jpg)
„Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið.“
Þetta segir Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Tilefni er að í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn.
Skúli segir að skv. skýrslu Europl sé áætlað að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. „Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við!“
Grein Skúla Braga: Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál