Fara í efni
Fréttir

Námsbúðir í stærðfræði fyrir stelpur á Akureyri

Mynd frá fyrri stærðfræðibúðum Stelpur diffra. Mynd: Facebooksíða Stelpur diffra.

Stelpur diffra eru námsbúðir í stærðfræði sem haldnar hafa verið í Reykjavík undanfarin fjögur ár en nú stendur til að halda þær í fyrsta sinn á Akureyri.

Búðirnar eru ætlaðar fyrir stelpur og stálp á aldrinum 16- 18 ára sem hafa áhuga á stærðfræði og vilja læra meira umfram það sem kennt er í framhaldsskólum, bæði hvað varðar fræðin sjálf og hvernig hún birtist í daglegu lífi. Búðirnar verða haldnar í húsakynnum Háskólans á Akureyri dagana 25.-27. apríl og er hægt að skrá sig til 8.apríl. 

Dagskrá búðanna verður margskonar, til dæmis verkefni, smiðjur, fyrirlestrar og aðrir viðburðir. Alls konar stærðfræði verður tekin fyrir sem sést vanalega ekki í framhaldsskólum og markmiðið er auk þess að þátttakendur kynnist öðrum sem deila svipuðum áhugamálum og reynsluheimi. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni stelpurdiffra.is 

Í búðunum verður lögð á áhersla að skoða stærðfræðina í gegnum skemmtileg verkefni frá flottum kennurum.